„Þetta er mikill heiður fyrir mig, virkilega spennandi að fá að sýna á tvíæringi í Suður-Kóreu, það er draumi líkast. Á sama tíma er ég líka að sýna myndbandsverk í galleríinu SCAI the Bathhouse, í Tókýó í Japan
Ataraxia Stilla úr myndbandsverki Helgu Dórótheu, „The Ancients call it Ataraxia“, sem hún sýnir í Suður-Kóreu.
Ataraxia Stilla úr myndbandsverki Helgu Dórótheu, „The Ancients call it Ataraxia“, sem hún sýnir í Suður-Kóreu.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

„Þetta er mikill heiður fyrir mig, virkilega spennandi að fá að sýna á tvíæringi í Suður-Kóreu, það er draumi líkast. Á sama tíma er ég líka að sýna myndbandsverk í galleríinu SCAI the Bathhouse, í Tókýó í Japan. Þetta er stórt skref fyrir mig sem er frekar prívat manneskja, að verða svona sýnileg,“ segir listakonan Helga Dóróthea Fannon, en hún er einn af sjö listamönnum sem taka þátt í sýningunni Spectres of Our Own Making, sem nú stendur yfir á fyrrnefndum tvíæringi í Suður-Kóreu. Helga Dóróthea hefur sérhæft sig í hreyfimyndum (e. moving image art) og framlag hennar í Kóreu er myndbandsverkið „The Ancients call it Ataraxia“.

„Þetta myndbandsverk er meira í ætt við innsetningu og gjörning en kvikmynd. Ég sýni það á

...