Knattspyrnumaðurinn Viðar Ari Jónsson fór í aðgerð á mánudag eftir að hann kjálkabrotnaði á fjórum stöðum í leik með norska liðinu HamKam um helgina. Þá missti hann einnig tönn. „Mér líður ágætlega. Mér hefur að sjálfsögðu liðið betur en ég finn að allt er komið á sinn stað eftir aðgerðina. Ég er þreyttur og verkjaður en mér batnar hægt og rólega,“ sagði Viðar Ari í viðtali sem var birt á heimasíðu félagsins.

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur gengið frá samningi við hina búlgörsku Mariu-Magdalenu Kolyandrovu og mun hún spila með liðinu á komandi leiktíð. Hún er reynslumikill leikstjórnandi sem hefur leikið í Danmörku, Belgíu, Spáni, Þýskalandi og nú síðast Austurríki. Stjarnan var nýliði í efstu deild á síðustu leiktíð en fór þrátt fyrir það alla leið í undanúrslit Íslandsmótsins þar sem liðið tapaði fyrir verðandi meisturum Keflavíkur í oddaleik.

...