Undanfarin misseri hafa ákveðnir stjórnmálamenn á Íslandi haldið á lofti fullyrðingum og hugmyndum um íslenska ferðaþjónustu sem standast enga skoðun.

Atvinnulíf

Pétur Óskarsson

Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar

Eitt af því sem einkennir atvinnugreinina ferðaþjónustu um heim allan er hversu sýnileg hún er og alltumlykjandi. Heimamenn á áfangastöðum ferðamanna verða áþreifanlega varir við ferðaþjónustuna á hverjum degi, bæði jákvæðar hliðar hennar og neikvæðar. Þessi sýnileiki greinarinnar gerir hana að auðveldu skotmarki eða blóraböggli stjórnmálanna. Þannig er þekkt t.d. í Katalóníu og á Kanaríeyjum að stjórnmálamenn bendi á ferðaþjónustuna og kenni henni um þurrka, húsnæðisskort, umhverfisspjöll og minnkandi lífsgæði til að beina athyglinni frá djúpstæðari vandamálum, eins og slælegri stjórnsýslu, spillingu og ómarkvissri umhverfisstjórnun.

Stjórnmálin

Undanfarin

...