Komið er að leiðarlokum hjá þeim Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May. Þessa dagana sitja miðaldra karlmenn um allan heim límdir við skjáinn og tárfella yfir lokakafla bílaþáttanna The Grand Tour sem streymisveita Amazon setti í loftið fyrr í mánuðinum
Starfsmaður í verksmiðju kínverska rafbílaframleiðandans Leapmotor. Sala rafbíla hefur ekki verið í samræmi við væntingar og skiptar skoðanir eru um kínversku bílana sem flæða inn á vestræna markaði.
Starfsmaður í verksmiðju kínverska rafbílaframleiðandans Leapmotor. Sala rafbíla hefur ekki verið í samræmi við væntingar og skiptar skoðanir eru um kínversku bílana sem flæða inn á vestræna markaði. — AFP/Adek Berry

Komið er að leiðarlokum hjá þeim Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May. Þessa dagana sitja miðaldra karlmenn um allan heim límdir við skjáinn og tárfella yfir lokakafla bílaþáttanna The Grand Tour sem streymisveita Amazon setti í loftið fyrr í mánuðinum.

Í meira en tvo áratugi hafa félagarnir þrír lent í ótrúlegustu ævintýrum, fyrst sem þáttastjórnendur Top Gear hjá BBC og síðar – eftir að skapið og kjafturinn kostuðu Clarkson starfið hjá breska ríkissjónvarpinu – undir væng fjölmiðlaveldis Amazon.

Í lokaþættinum halda Clarkson, Hammond og May á vit minninganna og ferðast til Simbabve og Botsvana sem þeir heimsóttu síðast árið 2007. Fær hver þeirra að aka um á bíl sem hann hefur dreymt um að eignast: Clarkson velur sér sportbílinn Lancia Montecarlo sem framleiddur var um stutt skeið á 8. áratugnum, Hammond

...