Ísrael tekst á við hryðjuverkamenn og á skilið stuðning Vesturlanda

Tæpt ár er frá því að hryðjuverkasamtökin Hamas réðust inn í Ísrael og drápu á annað þúsund manns með viðurstyggilegum hætti og tóku mikinn fjölda í gíslingu. Ísraelar hafa svarað fyrir sig með því að reyna að uppræta þessi hryðjuverkasamtök en hafa um leið reynt að gæta þess að sem fæstir almennir borgarar láti lífið. Það er vandasamt og vissulega hafa margir almennir borgarar látist í þessum átökum en þó bendir allt til að þeir séu mun færri en ætla mætti miðað við aðstæður enda hafa Ísraelar varað almenning við aðgerðum og hvatt hann til að yfirgefa þau svæði sem aðgerðir beinast að. Þetta hefur vitaskuld gert aðgerðirnar gegn Hamas mun erfiðari, sem sýnir að Ísraelsmönnum er annt um að standa eins vel að þessu vandasama en brýna verki og unnt er.

Þetta þýðir líka að fráleitt er þegar það heyrist hér á landi og annars staðar á Vesturlöndum, eða af vettvangi Sameinuðu þjóðanna, að

...