Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. — Morgunblaðið/Karítas Guðjónsdóttir

„Við í Viðskiptaráði horfum alltaf á hlutina út frá málefnum frekar en stjórnmálaflokkum,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs í opnuviðtali við ViðskiptaMoggann spurður hver hans draumaríkisstjórn yrði eftir næstu kosningar.

Hann segir að Viðskiptaráð fagni öllum stjórnmálahreyfingum sem deili sýn ráðsins um hvernig megi bæta lífskjör landsmanna og stuðla að blómlegu samfélagi.

„Ég hef enga skoðun á því hvaða flokkar ættu að vera í stjórn eða eitthvað slíkt. Ég vona bara að stjórnarsáttmáli næstu ríkisstjórnar verði í takt við það sem við hjá Viðskiptaráði höfum talað fyrir,“ segir Björn.

Er eitthvað sem þér finnst ábótavant í hinu pólitíska umhverfi í dag?

„Stjórnmál eru almennt

...