Best væri fyrir sjálfstæða atvinnurekendur í eigin rekstri að standa með sjálfum sér og koma sér út úr því ofbeldissambandi sem aðild að SA innifelur.
Steinþór Jónsson
Steinþór Jónsson

Steinþór Jónsson

Það var varla fréttnæmt þegar sagt var frá því opinberlega að samtök atvinnulífsins, SA, og Alþýðusamband Íslands, ASÍ, hefðu sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna stýrivaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands. Í raun staðfestir svona yfirlýsing hversu náin þessi samtök eru hvor öðrum og öll átök þeirra millum eru í mýflugumynd, að því er virðist. Einnig er það sláandi þegar málflutningur samtaka fyrirtækja er farinn að snúast um að það sé hlutverk samtakanna að bæta hag fólks heilt yfir miðstýrt þó hlutverk þeirra sé nokkuð skýrt í lögum þeirra, að gæta hagsmuna fyrirtækjanna og stuðla að arðsemi rekstrar.

Engar kröfur SA

Ekki virðast SA hafa neina formlega kröfugerð á hendur mótaðila sínum. Þannig hafa síðustu tveir kjarasamningar verið kynntir til leiks undir gildishlöðnum

...