Vextir á húsnæðislánum í Bandaríkjunum eru um 6%.
Vextir á húsnæðislánum í Bandaríkjunum eru um 6%. — Morgunblaðið/Einar Falur

Eftir vaxtalækkun Seðlabanka Bandaríkjanna í síðustu viku um 0,5% hafa vonir manna þar vestra glæðst eitthvað, líka í kringum fasteignir.

Gallinn er sá að alltof fáar eignir eru til sölu.

Margir náðu að kaupa eða endurfjármagna húsnæði sitt í faraldrinum þegar vextir voru sögulega lágir. Um 60% af húsnæðislánum Bandaríkjanna bera 4% og lægri vexti. Eigendur þess húsnæðis eru tregir í taumi að selja og fjármagna á hærri kjörum.

Vextir á 30 ára húsnæðisláni eru um 6%, því er langur vegur eftir.

...