Fyrir þremur árum gaf Einar Már Guðmundsson út skáldsöguna Skáldleg afbrotafræði, sem segir frá glæp sem framinn er í bænum Tangavík. Í bókinni Því dæmist rétt vera, sem kom út á síðasta ári, rekur Einar söguna af glæpnum í Tangavík frekar, en hann…
Tilvistarspeki Hvenær er byltingarmaðurinn glæpamaður og öfugt, spyr rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson.
Tilvistarspeki Hvenær er byltingarmaðurinn glæpamaður og öfugt, spyr rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson. — Morgunblaðið/María Matthíasdóttir

Árni Matthíasson

arnim@mbl.is

Fyrir þremur árum gaf Einar Már Guðmundsson út skáldsöguna Skáldleg afbrotafræði, sem segir frá glæp sem framinn er í bænum Tangavík. Í bókinni Því dæmist rétt vera, sem kom út á síðasta ári, rekur Einar söguna af glæpnum í Tangavík frekar, en hann hefur látið þau orð falla að hann sé að velta fyrir sér því sem hann kallar „íslensku glæpaöldina“ í upphafi nítjándu aldar, en bækurnar byggjast einmitt á raunverulegum atburðum, þó Einar fari frjálslega með efniviðinn.

Bækurnar hafa báðar komið út á dönsku, heita Islandske forbrydere og Thi kendes for ret, og fengið afbragðs umsagnir í dönskum fjölmiðlum, en danskir gagnrýnendur sjá í bókinni sitthvað sem íslenskar umsagnir hafa ekki náð til, til að

...