Seúl Konan lést árið 2008.
Seúl Konan lést árið 2008.

Karlmaður á sextugsaldri í Suður-Kóreu hefur verið handtekinn eftir að jarðneskar leifar unnustu hans fundust undir steypuhellu á svölum íbúðar. Eru liðin 16 ár frá því að konan hvarf og viðurkennir maðurinn að hafa ráðið henni bana.

Lögreglan segir manninn hafa veitt konunni banvæna áverka með óþekktu barefli. Kom hann líki hennar því næst fyrir í tösku sem hann faldi undir múrsteinum og þykku lagi af sementi á svölum íbúðar sinnar. Var þetta árið 2008 en maðurinn seldi íbúðina 2016. Nýir eigendur fundu lík konunnar þegar iðnaðarmenn á þeirra vegum unnu að endurbótum á svölunum.

Að sögn lögreglu höfðu fingraför konunnar varðveist og auðveldaði það rannsókn málsins.