Eina leiðin til þess að tryggja „sanngjarnt“ markaðsverð húsaleigu og fólki heimili er að tryggja að framboð sé nægjanlegt

Lögfræði

Bjarki Már Baxter

Lögmaður á Málþingi lögmannsstofu

Í júní síðastliðnum samþykkti Alþingi umtalsverðar breytingar á húsaleigulögum. Eins og hefð virðist komin fyrir í störfum Alþingis voru breytingarnar samþykktar í flýti degi fyrir frestun þingsins. Samkvæmt vefsíðu Alþingis var frumvarpið afgreitt úr velferðarnefnd deginum áður og fékk frumvarpið afar litla umræðu í þingsal – þrátt fyrir fullt tilefni í ljósi fjölda neikvæðra umsagna. Í umsögnum var varað við áhrifum frumvarpsins á húsnæðisleigumarkaðinn og bent á að frumvarpið gengi gegn meginmarkmiðum þess um að auka réttarvernd og húsnæðisöryggi leigjenda. Bent var á að frumvarpið myndi þvert á móti draga úr framboði leiguhúsnæðis og hækka leiguverð. Auk þess bentu margir umsagnaraðilar á að efni þess kynni að ganga

...