Knattspyrnumarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur farið frábærlega af stað með Inter Mílanó í ítölsku A-deildinni en hún gekk til liðs við félagið á láni frá þýska stórliðinu Bayern München í sumar
Markvörður Cecilía Rán Rúnarsdóttir leikur með Inter Mílanó á Ítalíu á láni frá stórliði Bayern München á keppnistímabilinu.
Markvörður Cecilía Rán Rúnarsdóttir leikur með Inter Mílanó á Ítalíu á láni frá stórliði Bayern München á keppnistímabilinu. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Ítalía

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Knattspyrnumarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur farið frábærlega af stað með Inter Mílanó í ítölsku A-deildinni en hún gekk til liðs við félagið á láni frá þýska stórliðinu Bayern München í sumar.

Cecilía Rán, sem er einungis 21 árs gömul, hélt út í atvinnumennsu árið 2021 þegar hún gekk til liðs við Örebro í sænsku úrvalsdeildinni.

Eftir eitt tímabil í Svíþjóð gekk hún til liðs við Everton á Englandi en hún spilaði aldrei fyrir félagið þar sem illa gekk að fá atvinnuleyfi í landinu. Hún sneri því aftur til Örebro á láni og gekk svo til liðs við Bayern München sumarið 2022 en hún skrifaði undir fjögurra ára samning í Þýskalandi.

Hún

...