Harpa Lise de la Salle leikur Liszt Smith og Dvořák ★★★★· Liszt ★★★★★ Tónlist: Gabriella Smith (Tumblebird Contrails, frumflutningur á Íslandi), Franz Liszt (Píanókonsert nr. 1), Antonín Dvořák (Sinfónía nr. 7). Einleikari: Lise de la Salle. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Konsertmeistari: Sigrún Eðvaldsdóttir. Hljómsveitarstjóri: Antonio Méndez. Tónleikar í Eldborg Hörpu fimmtudaginn 19. september 2024.
Hlý „Tónn de la Salle er í senn mjúkur og syngjandi og túlkunin var einkar „hlý“ og rómantísk.“
Hlý „Tónn de la Salle er í senn mjúkur og syngjandi og túlkunin var einkar „hlý“ og rómantísk.“ — Ljósmynd/Philippe-Porter

Tónlist

Magnús Lyngdal

Magnússon

Það var eiginlega býsna langt frá því að vera fullur Eldborgarsalur Hörpu á áskriftartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands fimmtudagskvöldið 19. september, sem þó kom mér nokkuð á óvart miðað við bæði efnisskrá og einleikara kvöldsins. Hvað um það, þeir sem heima sátu misstu af miklu.

Tónleikarnir hófust á tíu ára gömlu verki eftir bandaríska tónskáldið Gabriellu Smith (f. 1991) en hún var einungis rúmlega tvítug þegar verkið var samið. Það ber heitið Tumblebird Contrails en heitið er að hluta til sótt í smiðju bandaríska rithöfundarins Jacks Kerouacs. Í tónleikaskrá segir meðal annars að Smith leggi „áherslu á gleðina í tónlistinni“ og nyti þess um leið að „rannsaka hljóm og

...