Samsýningin Mýktin í harðneskjunni verður opnuð í dag, fimmtudaginn 26. september, í Gallerí Fyrirbæri, Ægisgötu 7 í Reykjavík, kl. 18 en opið verður til kl. 21 í kvöld. Listamenn sýningarinnar eru dr
Sjö listamenn sýna Sýningin er afrakstur mánaðarlangrar vinnustofu.
Sjö listamenn sýna Sýningin er afrakstur mánaðarlangrar vinnustofu.

Samsýningin Mýktin í harðneskjunni verður opnuð í dag, fimmtudaginn 26. september, í Gallerí Fyrirbæri, Ægisgötu 7 í Reykjavík, kl. 18 en opið verður til kl. 21 í kvöld. Listamenn sýningarinnar eru
dr. Hlutverk, Anton Lyngdal, Katrín Inga, Orka, Steinar, Erna Marín Kvist og Sylvía en sýningin er afrakstur mánaðarlangrar vinnustofu. „Þar sem listamenn hafa unnið sameiginlega að listaverki sem umvefur allt gallerírýmið. Einstakt tækifæri til að upplifa allt frá skissum til listaverka,“ segir í tilkynningu. Segir þar einnig að titill sýningarinnar endurspegli þær andstæður sem við tökumst á við í hversdagsleikanum, þar sem við mætum harðneskjunni og „hversu mikilvæg mýktin er til þess að sigrast á áskorunum lífsins.“ Sýningin verður opin á föstudaginn, 27. september, frá kl. 14-18 og á laugardaginn, 28. september, frá kl. 13-15. Þá er aðgangur ókeypis og allir velkomnir.