Guardian hefur greint frá því að áður óþekkt tónverk eftir Wolfgang Amadeus Mozart hafi nýlega verið uppgötvað á tónlistarbókasafninu í Leipzig. Þá telji sérfræðingar að tónskáldið hafi eflaust verið unglingur þegar hann samdi verkið, sem nefnt var…
Undrabarn Mozart fæddist árið 1756 og lést árið 1791, aðeins 35 ára að aldri.
Undrabarn Mozart fæddist árið 1756 og lést árið 1791, aðeins 35 ára að aldri.

Guardian hefur greint frá því að áður óþekkt tónverk eftir Wolfgang Amadeus Mozart hafi nýlega verið uppgötvað á tónlistarbókasafninu í Leipzig. Þá telji sérfræðingar að tónskáldið hafi eflaust verið unglingur þegar hann samdi verkið, sem nefnt var Ganz kleine Nachtmusik vegna líkindanna við eitt þekktasta verk Mozarts, Eine kleine Nachtmusik.

Verkið, sem er talið frá miðjum til seinni hluta sjöunda áratugarins og samanstendur af sjö litlum þáttum fyrir strengjatríó sem varir í um tólf mínútur, uppgötvaðist þegar rannsakendur voru að taka saman nýjustu útgáfu Köchel-safnskrárinnar, sem er heildarskjalasafn allra tónverka Mozarts. Líklegast þykir þó að um afrit sé að ræða.