Danskennarinn Kara að kenna ungum keppnisdönsurum.
Danskennarinn Kara að kenna ungum keppnisdönsurum.

Kara Arngrímsdóttir fæddist 26. september 1964 í Reykjavík. Hún ólst upp fyrst í Hvassaleitinu til 6 ára aldurs. „Þar lékum við okkur t.d. í Görðunum þar sem Kringlan var síðar byggð. Ég flyt þá í Háaleitishverfið og var nánast allan grunnskólann í Álftamýrarskóla. Það voru barnmargar fjölskyldur í hverfinu og alltaf nóg við að vera og fjöldi úti að leika sér. Við lékum okkur við alls konar leiki, það ver hjólað og klifrað í nýbyggingum í Múlahverfinu. Sjálfsagt var margt gert sem væri ekki ásættanlegt í dag.

Báðir foreldrar mínir voru úr sveit þannig að það var sjálfsagt að fara í sumardvöl í sveit. Þar fékk ég að kynnast sveitastörfum og lífinu þar, sem var ólíkt borgarlífinu.

Það þótti líka eðlilegt að byrja ungur að vinna. Þegar ég var sjö ára höfðu eldri bræður mínir séð um útburð blaða í hverfinu en þegar þeir fóru í sumardvöl í sveit

...