Týr Viðskiptablaðsins hefur áhyggjur af möppudýrum á stafrænni vegferð, eins og hann orðar það þar sem hann fjallar um fyrirhugaða ráðstefnu stafvæðingarverkefnis ríkisins, Stafræns Íslands. Týr telur að það fyrirbæri sé að breytast í einhvers konar ríkisrekna hugveitu og bendir í því sambandi á að um einn erlendan ræðumann ráðstefnunnar sé sagt að hann hafi stofnað stafrænt „teymi breska dómsmálaráðuneytisins og stækkaði það úr aðeins níu manns í meira en 1.300.“

Týr bendir í þessu sambandi á að tækifæri við innleiðingu stafrænnar tækni felist „ekki í fjölgun opinberra starfsmanna og útþenslustefnu möppudýra.“

Þá er í pistlinum nefnt að stjórnsýslukostnaður ríkisins hafi „þanist út á undanförnum árum og þrátt fyrir að ekki sé mikið um það talað þá virðist ríkið vera á sömu vegferð og Reykjavíkurborg.

...