Aplánun erlendra brotamanna erlendis

Ör fjölgun landsmanna undanfarin ár, einkum vegna innflytjenda, hefur haft ýmsar samfélagsbreytingar í för með sér. Þær hafa orðið án verulegra árekstra en á hinn bóginn hefur álagið á einstökum sviðum verið mikið og eru íbúðarhúsnæði, heilbrigðiskerfi og menntakerfi augljós dæmi.

Réttargæslukerfið er þar sérkapítuli, en vandræði þess birtast ekki aðeins í auknu álagi eða kostnaði borgaranna, heldur snúa þau með beinum hætti að öryggi þeirra.

Ekki aðeins hér og nú, því fyrirkomulagið þar getur haft áhrif á þróunina til frambúðar. Sérstaklega á það auðvitað við um skipulagða glæpastarfsemi, sem oftar en ekki á rætur í öðrum löndum.

Nú eru um 20% landsmanna erlendir borgarar. Hins vegar eru 28% þeirra sem afplánuðu dóm hér í fyrra erlendir ríkisborgarar, og heil 75% þeirra sem þá

...