Það er alltaf nóg að gera hjá athafnakonunni og áhrifavaldinum Elísabetu Gunnarsdóttur. Hún hefur sagt skilið við tískublogg sitt Trendnet.is en þess í stað hefur hún leitað á ný mið með hlaðvarpinu Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Hún telur að…
— Ljósmynd/Helgi Ómars

Rósa Margrét Tryggvadóttir

rosa@mbl.is

Það er alltaf nóg að gera hjá athafnakonunni og áhrifavaldinum Elísabetu Gunnarsdóttur. Hún hefur sagt skilið við tískublogg sitt Trendnet.is en þess í stað hefur hún leitað á ný mið með hlaðvarpinu Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Hún telur að hlaðvarpið höfði einstaklega vel til fylgjenda sinna.

„Þetta hefur blundað í mér ótrúlega lengi. Mér fannst þetta passa við mína fylgjendur, sem eru aðallega uppteknar ungar konur, eins og ég sjálf. Hlaðvarp er miðill sem þú getur haft í eyrunum hvort sem þú ert í þvottahúsinu eða í göngutúr. Persónulega hefur þetta alltaf heillað mig, og ég held að fleiri séu sammála mér,“ segir Elísabet í samtali við Morgunblaðið en hún hlustar sjálf mikið á hlaðvörp á meðan hún sinnir heimilisstörfum. Hún

...