Á minjasöfnum skulu varðveittir ýmsir munir, menningarminjar, er teljast sérlega varðveizluverðir, gripir sem vitnað geta og frætt um líf og störf, lífskjör og listmennt fólks á fyrri tíð.
Þór Magnússon
Þór Magnússon

Þór Magnússon

„Gjafir eru yður gefnar“ kvað Bergþóra húsfreyja forðum, er bónda hennar og sonum voru viðurnefni gefin.

Á dögunum birtist grein á dv.is sem nefnist Kirkjuræningjar, skrifuð af Óttari Guðmundssyni geðlækni. Þar er vísað í geymslur Þjóðminjasafnsins, sem kallaðar eru þar „lagerhúsnæði“ og „dýflissur“, og sagt að sé „fullt af fornminjum sem teknir (svo) hafa verið úr kirkjum og híbýlum fólks og komið í geymslu“.

Eftir orðunum „sem teknir hafa verið“ er helzt að sjá að gripir hafi verið teknir ófrjálsri hendi, ekki afhentir, keyptir eða gefnir, heldur stolið eða rænt, eða teknir með valdi. Er enda hnykkt á því með því að höfundur vill „skora á kirkjuræningja Þjóðminjasafnsins að skila aftur ómetanlegum gersemum fyrri alda

...