Erla Sigríður Sigurðardóttir sendi þessa fallegu vísu: Kyrra núna kvöldi má, kertið logann tvinnar. Munnur, hendur, mjaðmir tjá, munúð nándarinnar. Guðmundur Sveinsson á Sauðárkróki yrkir núna á haustdögum og leynir sér ekki að ort er í Skagafirði: Hallar degi húmar að á himni lækkar sólin

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Erla Sigríður Sigurðardóttir sendi þessa fallegu vísu:

Kyrra núna kvöldi má,

kertið logann tvinnar.

Munnur, hendur, mjaðmir tjá,

munúð nándarinnar.

Guðmundur Sveinsson á Sauðárkróki yrkir núna á haustdögum og leynir sér ekki að ort er í Skagafirði:

Hallar degi húmar að

á himni lækkar sólin.

Brátt hún býr sér næturstað

bak við Tindastólinn.

Fátt gleður meira en haganlega ort sléttubönd. Pétur Stefánsson lýsir því hvernig hann var hér áður fyrr, en bendir á að ef sléttuböndunum er snúið við þá

...