Þegar við hugsum um að fara að klæða okkur upp fyrir haustið eru nokkrar flíkur sem koma alltaf upp í hugann. Til dæmis yfirhafnir úr leðri, gallabuxur, gróf stígvél og ullarpeysur. En þetta árið er erfitt að tala um hausttískuna án þess að nefna rúskinnsjakkann sem virðist vera út um allt
Dökkbrúnt Rúskinn frá toppi til táar í haust- og vetrarlínu Ralph Lauren.
Dökkbrúnt Rúskinn frá toppi til táar í haust- og vetrarlínu Ralph Lauren.

Edda Gunnlaugsdóttir

eddag@mbl.is

Þegar við hugsum um að fara að klæða okkur upp fyrir haustið eru nokkrar flíkur sem koma alltaf upp í hugann. Til dæmis yfirhafnir úr leðri, gallabuxur, gróf stígvél og ullarpeysur. En þetta árið er erfitt að tala um hausttískuna án þess að nefna rúskinnsjakkann sem virðist vera út um allt. Það má varla opna samfélagsmiðla án þess að sjá einhvern áhrifavaldinn í jakkanum í brúnu og þegar þeir loks koma í verslanir seljast þeir hratt upp. En hvar fást þessir jakkar og við hvað passa þeir?

Rúskinnið hefur verið jafn áberandi hjá vinsælustu tískuhúsum heims sem og í götutískunni. Helst er hann áberandi í ljós- eða kaffibrúnum lit og er auðvelt að stílisera hann við hin fötin í fataskápnum. Möguleikarnir eru endalausir. Litirnir sem fara vel við hann eru ljósir og hvítir tónar, grár, svartur

...