Skáldsaga Límonaði frá Díafani ★★★★½ Eftir Elísabetu Jökulsdóttur JPV útgáfa, 2024. Kilja, 91 bls.
Innsæi „Höfundur skrifar af miklu innsæi og húmor um málefni sem er í senn persónulegt og almennt þannig að sagan togar í hjartastrengina. Límonaði frá Díafani er saga sem situr eftir hjá lesandanum löngu eftir að lestrinum lýkur.“
Innsæi „Höfundur skrifar af miklu innsæi og húmor um málefni sem er í senn persónulegt og almennt þannig að sagan togar í hjartastrengina. Límonaði frá Díafani er saga sem situr eftir hjá lesandanum löngu eftir að lestrinum lýkur.“ — Morgunblaðið/Ásdís

Bækur

Snædís

Björnsdóttir

Í Límonaði frá Díafani segir Elísabet Jökulsdóttir frá ferðalagi fjölskyldu sinnar til Grikklands haustið 1966 og dvöl þeirra í þorpinu Díafani á eyjunni Karpathos. Bókin, sem er í senn minninga- og ferðasaga, kallast á við rit Jökuls Jakobssonar um sömu Grikklandsferð, Dagbók frá Díafani (1967), og er sögð að mestu leyti frá sjónarhorni Ellu Stínu átta ára.

Sagan hefst í hringekju á grísku ströndinni Faleron, þar sem Ella Stína fer hring eftir hring á litfögrum hesti: „Ég held um stöng á hestinum, það ískrar í hringekjunni, hún gæti verið gömul og hafa staðið þarna lengi en þetta eru fullkomnir töfrar […] pabbi borar með tánni í sandinn og segir: Þetta er byrjunin“ (7). Tónninn fyrir það

...