Hvítur á leik.
Hvítur á leik.

1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Bd7 6. Bd3 cxd4 7. 0-0 dxc3 8. Rxc3 Rge7 9. Bg5 Db8 10. He1 Rg6 11. De2 Be7 12. Bxe7 Rcxe7 13. g3 0-0 14. h4 Rc6 15. h5 Rge7 16. Had1 f6 17. exf6 gxf6 18. Bb1 Kh8 19. a3 De8 20. Kg2 Hd8 21. Rb5 Rc8 22. Hh1 Df7 23. Rh4 Hg8

Staðan kom upp í deildarkeppninni í Slóvakíu sem fram fór í febrúar síðastliðnum. Pólverjinn Aleksander Kaczmarek (2362) hafði hvítt gegn heimamanninum Vladimir Szucs (2067). 24. Rg6+! og svartur gafst upp. Ólympíumótinu í skák er nýlokið í Búdapest. Indverjar urðu ólympíumeistarar, bæði í opnum flokki og í kvennaflokki. Íslenska liðið í opnum flokki lenti í 68. sæti en fyrir fram mátti búast við að liðið myndi lenda í 46. sæti. Íslenska kvennaliðið lenti í 58. sæti en var raðað í 72. sæti við upphaf mótsins. Sjá nánari upplýsingar á skak.is.