Nína Tryggvadóttir (1913–1968) Gos, 1964 Olía á striga, 131,5 x 105 cm
Nína Tryggvadóttir (1913–1968) Gos, 1964 Olía á striga, 131,5 x 105 cm

Nína Tryggvadóttir hóf nám í einkaskóla þeirra Finns Jónssonar og Jóhanns Briem og síðan við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn. Að námi loknu sýndi hún hér heima, landslagsmyndir, borgarmyndir og mannamyndir. Á stríðsárunum hélt Nína til New York þar sem myndverk hennar urðu óhlutbundnari. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, vísindamanninum og málaranum Alfred L. Copley sem einnig kallaði sig Alcopley. Í kalda stríðinu var Nínu meinuð búseta í Bandaríkjunum og bjó þá í London og París ásamt manni sínum og dóttur. Hún naut velgengni í Evrópu og sýndi víða. Á þeim tíma gerði hún m.a. klippimyndir og í kjölfarið glermyndir sem byggðust á hreinum litaflötum. Listfræðingurinn Aðalsteinn Ingólfsson hefur bent á að sjá megi birtu glermynda Nínu koma fram í olíumálverkum hennar þar sem hún hefur skafið upp myndflötinn svo ljósari litir skína í gegn.

Upp úr 1960 vann Nína stórar myndir

...