„Það er ótrúlega spennandi og fjölbreytt starfsár í vændum. Við erum nýkomin frá Kaupmannahöfn þar sem Íslenska dansflokknum var boðið að sýna á opnunarhátíð Dansehallerne, sem er nýtt danshús þar í borg
Vöxtur Lovísa segir mikla þörf fyrir danshús hér á landi, þar sem senan sé í mikilli grósku og styðja þurfi við hana.
Vöxtur Lovísa segir mikla þörf fyrir danshús hér á landi, þar sem senan sé í mikilli grósku og styðja þurfi við hana. — Morgunblaðið/Karítas Guðjónsdóttir

Viðtal

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

„Það er ótrúlega spennandi og fjölbreytt starfsár í vændum. Við erum nýkomin frá Kaupmannahöfn þar sem Íslenska dansflokknum var boðið að sýna á opnunarhátíð Dansehallerne, sem er nýtt danshús þar í borg. Þetta var mikill heiður fyrir dansflokkinn, en við sýndum fyrir pakkfullu húsi tvö kvöld í röð og fengum mjög sterk og góð viðbrögð,“ segir Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, starfandi listdansstjóri flokksins, spurð út í komandi starfsár hans.

Tvö verk frumsýnd saman

„Við vorum að hefja sköpunarferli þriggja íslenskra dansverka nú á dögunum en tvö þeirra verða frumsýnd sama kvöldið, þann 1. nóvember, á Stóra sviði Borgarleikhússins. Annars vegar er samstarfsverkefnið

...