Myndi flýting eða seinkun mætingartíma háskólanema og/eða starfsmanna Landspítalans um hálfa klukkustund minnka umferðartafir afgerandi?
Bjarni Gunnarsson
Bjarni Gunnarsson

Bjarni Gunnarsson

Umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu eru orðnar mjög miklar og framkvæmdir samgöngusáttmálans munu í raun auka þær næstu árin. Því er eðlilegt að rætt sé hvernig megi minnka umferðartafirnar sem fyrst á einhvern hátt.

Að hefja vinnu á lengra tímabili

Flestir fara til vinnu á milli kl. 7:30 og 8:30 til að mæta í vinnuna á milli kl. 8 og 9 og þá fyllast göturnar með tilheyrandi umferðartöfum. Ef það væri hægt að lengja tímabilið þegar fólk á að mæta í vinnuna um klukkustund, til dæmis að mætingartíminn væri frá rúmlega sjö til rúmlega níu, er líklegt að umferðartafir yrðu mun minni.

Margir sem venjulega eru um þrjú korter í vinnuna hafa prófað að fara hálftíma fyrr í vinnuna og eru þá bara korter að komast til vinnu.

...