Úr bókabúð.
Úr bókabúð.

Þau áform stjórnvalda Slóvakíu að tvöfalda virðisaukaskatt af bókum falla í grýttan jarðveg hjá bóka­útgefendum þar í landi. Ríkisstjórnin hyggst hækka skatt af bókum úr 10% í 23%, sem gagnrýnendur tillögunnar telja að muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir bókabransann. Þessu greinir SVT frá. Þar kemur fram að tillagan sé liður í því að bæta afkomu ríkissjóðs, en hækka á skattinn af hinum ýmsu vörum.

Juraj Heger, talsmaður bókaútgefenda í Slóvakíu, segir hækkun virðisaukaskattsins munu leiða til hærra verðs á bókum, sem muni óhjákvæmilega leiða til samdráttar í bóksölu sem geti leitt til þess að færri titlar verði gefnir út. „Við erum lítið land með lítið málsvæði,“ segir Heger, en þess má geta að í Slóvakíu búa tæplega 5,5 milljónir manna. Ladislav Kamenický, fjármálaráðherra landsins, deilir ekki þessum áhyggjum og segir rannsóknir sýna að það sé fyrst og fremst efnameira fólk sem kaupi bækur. Hann telur ósennilegt að hærra verð

...