Laugarneshughrif (Imprints of Laugarnes), sýning Carls Philippe Gionet á grafítverkum, verður opnuð á laugardag í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Segir í tilkynningu að Gionet sé mörgum Íslendingum að góðu kunnur sem píanóleikari en færri þekki þá…
Grafítverk Carl Philippe Gionet opnar sýninguna Laugarneshughrif.
Grafítverk Carl Philippe Gionet opnar sýninguna Laugarneshughrif.

Laugarneshughrif (Imprints of Laugarnes), sýning Carls Philippe
Gionet á grafítverkum, verður opnuð á laugardag í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Segir í tilkynningu að Gionet sé mörgum Íslendingum að góðu kunnur sem píanóleikari en færri þekki þá hlið á honum sem hér birtist.

„Sem myndlistarmaður gerir Carl fyrst og fremst málverk og myndbandsinnsetningar og nær eingöngu í svarthvítu. Innblásin af andstæðum náttúrunnar eru verk hans bæði innhverf og íhugul, hann leyfir verkunum að tjá sig sjálf og bjóða þannig upp á ótal túlkunarleiðir.“ Segir þar jafnframt að á sýningunni leiki hann sér að samspili náttúrunnar og listrænnar arfleifðar
Sigurjóns Ólafssonar og að megininnblástur verkanna sé Laugarnesið sjálft. Þá eru verkin á sýningunni, sem stendur til 1. desember, nær eingöngu unnin með grafít á pappír, sem krefjist

...