Verði frumvarp okkar sjálfstæðismanna að lögum yrði stigið stórt skref í átt að heilbrigðari vinnumarkaði.
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn Einarsson

Teitur Björn Einarsson

Undanfarna áratugi hafa árlegar launahækkanir og verðbólga hér á landi verið meiri en annars staðar á Norðurlöndum og vaxtastig hærra. Það er löngu tímabært að allir aðilar hagstjórnar og vinnumarkaðar dragi lærdóm af dýrkeyptri og síendurtekinni reynslu sem fylgir því að hækka laun umfram getu atvinnulífsins. Afleiðingin er aukin verðbólga, hærri vextir og skert samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum. Það er því afar brýnt að samstaða náist um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er því lofað að efla embætti ríkissáttasemjara, m.a. í þeim tilgangi að auka fyrirsjáanleika og bæta verklag við gerð kjarasamninga. Þrátt fyrir þau fögru fyrirheit er raunin sú að embætti ríkissáttasemjara er mun veikara í dag en ætla mætti.

...