Þegar Friðrik konungur VII. lést í nóvember 1863 liðu fimm mánuðir þar til sú frétt birtist í íslenskum blöðum. Þá var ekki asinn á og ekki verið að skipta um skoðanir daglega. Nú er öldin önnur og allt sem gert er eða hugsað streymir um heiminn á…
Veðurblíða Bréfritari hefur ekki áhyggjur af auknum hlýindum.
Veðurblíða Bréfritari hefur ekki áhyggjur af auknum hlýindum. — Morgunblaðið/Eggert

Þegar Friðrik konungur VII. lést í nóvember 1863 liðu fimm mánuðir þar til sú frétt birtist í íslenskum blöðum. Þá var ekki asinn á og ekki verið að skipta um skoðanir daglega.

Nú er öldin önnur og allt sem gert er eða hugsað streymir um heiminn á stundinni og kemur ýmsu af stað, hvort sem það eru stefnur, öfgar í umhverfismálum, falsfréttir eða heimsendaspár, sem eiga sína vini.

En einmitt vegna þessarar hröðu dreifingar verða þessir –ismar oft eins og stjörnuljós sem kvikna skært en endast stutt.

Sumir tala um bakslag en staðreyndin er sú að margar hugmyndir eru ekki raunhæfar þegar til kastanna kemur. Græningjar t.d., sem voru í uppgangi fyrir ekki löngu og hafa komist til áhrifa í Þýskalandi, hafa valdið vonbrigðum bæði áhangenda og almennings þegar aðgerðirnar sýndu fram

...