Jafnt HK-ingar fagna dramatísku jöfnunarmarki Atla Arnarsonar.
Jafnt HK-ingar fagna dramatísku jöfnunarmarki Atla Arnarsonar. — Ljósmynd/Egill Bjarni

Nýkrýndir bikarmeistarar KA og HK skildu jöfn, 3:3, í bráðfjörugum leik í fyrstu umferð neðri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu á Akureyri í gær.

KA er áfram í öðru sæti neðri hlutans, nú með 28 stig. HK er í fjórða sæti með 21 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Vendipunkturinn í leiknum í gær var undir lok fyrri hálfleiks þegar Atli Hrafn Andrason, miðjumaður HK, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Er þetta annað rauða spjaldið sem Atli Hrafn fær í deildinni í sumar og er því á leið í tveggja leikja bann.

Þegar hann fékk rauða spjaldið voru gestirnir úr Kópavoginum einu marki yfir en í þeim síðari færðu heimamenn sér liðsmuninn í nyt, sneru taflinu við og virtust ætla að tryggja sér stigin þrjú.

17

...