Knattspyrnumaðurinn Davíð Kristján Ólafsson hefur farið vel af stað á tímabilinu með Cracovia í efstu deild Póllands en bakvörðurinn gekk til liðs við félagið í febrúar á þessu ári frá Kalmar í Svíþjóð
Átök Davíð Kristján Ólafsson í baráttunni í leik með Cracovia en hann hefur skorað eitt mark og lagt upp eitt mark í fyrstu níu leikjum tímabilsins.
Átök Davíð Kristján Ólafsson í baráttunni í leik með Cracovia en hann hefur skorað eitt mark og lagt upp eitt mark í fyrstu níu leikjum tímabilsins. — Ljósmynd/@KSCracoviaSA

Pólland

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Knattspyrnumaðurinn Davíð Kristján Ólafsson hefur farið vel af stað á tímabilinu með Cracovia í efstu deild Póllands en bakvörðurinn gekk til liðs við félagið í febrúar á þessu ári frá Kalmar í Svíþjóð.

Davíð Kristján, sem er 29 ára gamall, skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning í Póllandi, með möguleika á ársframlengingu, en hann er uppalinn hjá Breiðabliki í Kópavoginum. Þá hefur hann leikið með Aalesund í Noregi á atvinnumannaferlinum.

„Þessir fyrstu mánuðir hérna hafa gengið miklu betur en ég þorði sjálfur að vona,“ sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið.

„Félagaskiptin til Póllands gengu mjög hratt fyrir sig. Ég vissi

...