Ingvi Jón Sigurjónsson fæddist 19. nóvember 1936. Hann lést 28. ágúst 2024.

Útför Ingva var gerð 25. september 2024.

Flest eignumst við okkar bestu vini snemma á lífsleiðinni, en Ingvi var undantekning frá þeirri reglu. Við kynntumst á miðjum aldri, á tímabili þegar flestir telja sig hafa mótað fastan hóp vina, en samband okkar þróaðist fljótt í vináttu sem entist til æviloka. Við kynntumst þannig að Ingvi múraði fyrir okkur einbýlishús sem við byggðum í Garðabæ í kringum 1980. Meðan á því stóð og eftir það varð hann ekki bara okkar vinur, heldur sannkallaður fjölskylduvinur sem börn og barnabörn kynntust og tóku ástfóstri við.

Ingvi var maður sterkrar sannfæringar. Hann lét skoðanir sínar í ljós á kjarnyrtan hátt og sagði hlutina eins og þeir voru, en þeir sem þekktu hann vissu að undir þessu lá ljúfur maður. Þótt orð hans væru stundum

...