Sá árangur sem nú er stefnt að á Íslandi í losun gróðurhúsalofttegunda mun verða okkur mun dýrari en öðrum þjóðum.
Þórður Áskell Magnússon
Þórður Áskell Magnússon

Þórður Áskell Magnússon

Nú þekkist sú skoðun og þykir fín að við séum eftirbátar annarra þegar kemur að loftslagsmálum. Að það verði að bregðast við hratt og örugglega til þess að Ísland standi sig að minnsta kosti jafn vel og aðrar þjóðir Evrópu. En hvað stenst í þessari söguskoðun?

Athugum nánar. Aðrar Evrópuþjóðir geta í besta falli látið sig dreyma um að komast á þann stað sem Ísland er á. Hlutfall af endurnýjanlegri orku í orkubúskap Íslendinga er 85% á meðan Evrópa er enn að berjast við að ná 20%. Þurfum við þá að kaupa losunarheimildir frá öðrum löndum? Hvernig reiknuðu menn dæmið og komust að svo rangri niðurstöðu?

Við gildistöku Kýótó-bókunar Loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna var losun gróðurhúsalofttegunda verðlögð og kvótabundin. Iðnríkin skuldbundu sig til margvíslegra aðgerða til að

...