40 ára Berglind er Suðurnesjamær sem ólst að hluta til upp í Kaliforníu og Oklahoma í Bandaríkjunum meðan faðir hennar stundaði þar nám. Hún býr nú í Ölfusi. „Í Bandaríkjunum keyptu foreldrar mínir gamlan húsbíl sem ferðast var mikið um á og…
Nýr borgari Ýmir Björn.
Nýr borgari Ýmir Björn.

40 ára Berglind er Suðurnesjamær sem ólst að hluta til upp í Kaliforníu og Oklahoma í Bandaríkjunum meðan faðir hennar stundaði þar nám. Hún býr nú í Ölfusi. „Í Bandaríkjunum keyptu foreldrar mínir gamlan húsbíl sem ferðast var mikið um á og þannig kviknaði sennilega áhuginn á jarðfræði og náttúru. Ferða- og menningaráhuginn kom svo sterkur inn eftir að ég tók að mér að gerast barnfóstra 19 ára fyrir frænda minn sem þá var að syngja á óperutónleikaferðalagi um Evrópu.“

Berglind er jarðfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands með diplómu í umhverfis- og auðlindafræði. Hún starfar í dag sem verkefnastjóri hjá Háskólafélagi Suðurlands en áður starfaði hún hjá Kötlu UNESCO-jarðvangi sem framkvæmdastjóri og fyrir þann tíma hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum sem þjónustustjóri og landvörður.

„Mér

...