Vilborg Guðrún Kristjánsdóttir fæddist 29. mars 1930. Hún lést 17. ágúst 2024.

Útför fór fram 28. ágúst 2024.

Elsku amma mín hún Vilborg Guðrún hefur lokið tíma sínum hér með okkur og er farin í enn eitt ferðalagið. Í þetta sinn er það óvissuferð sem hún kemur ekki til baka úr. Ferðalög voru henni í blóð borin og fyrir vikið var hún veraldarvön kona. Félagslyndi, kærleikur og glaðlyndi voru hennar aðalsmerki og fyrir vikið átti hún fjöldamarga vini út um allan heim sem hún ræktaði alla tíð, hvort sem það voru bréfaskriftir, heimsóknir, fögnuðir eða símtöl. Amma var svo iðin við að heyra í öllu sínu fólki að stundum reyndist erfitt að ná í hana, annaðhvort var á tali í heimasímanum hjá henni eða það svaraði ekki því þá var hún á mannamótum.

Hún var mikill húmoristi, víðlesin og með fallega

...