Ég var eins og andsetin þegar mér gafst kostur á að vera með vinnustofu í mánuð í sumar, verkin flæddu bara fram,“ segir myndlistarkonan Guðný Hrönn Antonsdóttir en hún ætlar að halda einkasýningu á verkum sínum um miðjan október í Núllinu galleríi í Bankastræti í Reykjavík
Myndlistarkona Guðný Hrönn á vinnustofunni þar sem hún hefur notið sín vel í sumar. Sjá má nokkra hatta að baki.
Myndlistarkona Guðný Hrönn á vinnustofunni þar sem hún hefur notið sín vel í sumar. Sjá má nokkra hatta að baki.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Ég var eins og andsetin þegar mér gafst kostur á að vera með vinnustofu í mánuð í sumar, verkin flæddu bara fram,“ segir myndlistarkonan Guðný Hrönn Antonsdóttir en hún ætlar að halda einkasýningu á verkum sínum um miðjan október í Núllinu galleríi í Bankastræti í Reykjavík.

„Ástæðan fyrir því að ég get haldið sýningu er að ég fékk þetta stúdíó og hafði svigrúm, tíma og pláss til að sinna listinni. Ég fékk brjálaða útrás við að fá þessa góðu aðstöðu, þetta er búið að vera rosalega gaman og alveg geggjað að vera með allt þetta pláss. Frábært að geta unnið með olíu án þess að hafa áhyggjur af lyktinni og subbinu sem því fylgir,“ segir Guðný Hrönn og bætir við að verkin sem hún ætli að sýna séu annars vegar olíumálverk og hins

...