Skapandi Listafólkið á hátíðinni vinnur og sýnir á Eyrarbakka.
Skapandi Listafólkið á hátíðinni vinnur og sýnir á Eyrarbakka.

Oceanus / Hafsjór nefnist lista­hátíð sem hófst á Eyrarbakka fyrr í þessum mánuði, en um helgina fer fram sérstök sýningar­opnun þar sem gestum gefst tækifæri til að skoða verk þeirra bæði ­íslensku og erlendu listamanna sem þátt taka. „Sýningin, gjörningar, dans, tónlist og performance, mun mögulega fara fram í Kartöflugeymslunni, verksmiðjuhúsnæði, Rauða húsinu, þorpsversluninni útihúsum við byggðasafnið og mögulega fleiri óhefðbundnum sýningarrýmum víðs vegar um þorpið á Eyrarbakka, úti og inni,“ segir í viðburðarkynningu, en allar nánari upplýsingar um viðburðina má finna á vefnum oceanushafsjor.com og á sam­félagsmiðlum hátíðarinnar. Meðal sýnenda í ár eru Auður Hildur Hákonardóttir, Becky ­Fortsythe, Dario Massarotto, Gio Ju, Gene­vieve Bonieux, Hekla Dögg Jónsdóttir og Soffía Sæmundsdóttir.

Sýningin er opin í dag kl. 14-18 og morgun kl. 13-18. Helgina 5. og 6. október er sýningin opin
kl. 13-18.