Elínborg bauð blaðamanni í morgunmat og að sjálfsögðu bar hún fram hafragraut með bláberjum og sterkt og gott kaffi.
Elínborg bauð blaðamanni í morgunmat og að sjálfsögðu bar hún fram hafragraut með bláberjum og sterkt og gott kaffi. — Morgunblaðið/Ásdís

Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur heldur í gamlar hefðir formæðranna þegar hún gengur til fjalla á haustin og safnar fyrir veturinn. Ber, sveppir og jurtir ýmis konar enda svo út á skyrið, í sósuna, á lambalæri, í te eða í heilsuþeytinginn.

„Ég hef tínt ber alveg síðan ég var barn. Ég fór með foreldrum mínum í berjamó og mamma kepptist við og frysti og sultaði, enda var það hluti af því að komast af þegar það var óðaverðbólga í landinu og þau að byggja. Við fengum iðulega frosin bláber með rjóma og sykri á sunnudögum,“ segir Elínborg.

„Svo er fátt betra en að liggja í guðsgrænni náttúrunni og tína berin beint upp í sig.“

Atvinnumaður í berjatínslu

„Ég man þegar ég

...