— Morgunblaðið/Ásdís

Það er ekki laust við að við séum með smá fiðring í maganum,“ segir skólameistari Flensborgarskólans og Dúkkulísan Erla Ragnarsdóttir, en hún og Gréta Sigurjónsdóttir, einnig Dúkkulísa, bókakaffihúsaeigandi og tónlistarkennari, gáfu út hugljúfu plötuna Lífið er ljóðið okkar á föstudaginn.

Tónlistin alltaf nálægt

Á plötunni, sem kemur bæði út á vínyl og á Spotify, eru sex lög samin af þeim stöllum. Dúkkulísurnar, sem voru vinsælar á tíunda áratug síðustu aldar, hafa þó aldrei alveg lagt árar í bát og koma enn fram af og til.

„Dúkkulísurnar eru eilífar, vonum við. Við erum enn Dúkkulísur og verðum það um ókomna tíð. Við gáfum út lag í fyrra til minningar um vinkonu okkar. En þessi plata hefur verið hliðarverkefni okkar Grétu,“ segir Erla.

...