Það hljóta að vera einhver áhrif frá foreldrum mínum en ef ég væri að velta þeim mikið fyrir mér myndi mér ekki verða mikið úr verki.
Temma Bell kemur reglulega hingað til lands og hér finnst henni gott að vera.
Temma Bell kemur reglulega hingað til lands og hér finnst henni gott að vera. — Morgunblaðið/Karítas Guðjónsdóttir

Málverkasýningin Louisa stendur yfir í Listheimum, Súðarvogi 48. Þetta er sölusýning á málverkum eftir Louisu Matthíasdóttur. Verkin eru úr dánarbúi hennar og frá ýmsum tímabilum á ferli hennar.

Dóttir Louisu, Temma Bell, kom til landsins af þessu tilefni. Hún er listmálari og sýndi síðast í júlímánuði í Bandaríkjunum. Fyrir tveimur árum var í Listheimum sýning á málverkum Temmu og móður hennar.

„Mamma málaði mjög lengi og gerði margar myndir í alls konar stærðum. Myndirnar sem eru núna á sölusýningunni í Listheimum eru að mestu frá árunum 1975-1990,“ segir Temma.

Faðir Temmu var listamaðurinn Leland Bell. Hún segir foreldra sína hafa stöðugt verið að mála. „Mamma málaði mikið af myndum af mér. Þegar ég kom núna

...