Maó Alheimsdóttir fæddist árið 1983 í Póllandi og ólst þar upp. Hún hefur búið á Íslandi í átján ár en áður en hún fluttist hingað bjó hún meðal annars í París. Hún er fyrsti nemandinn af erlendu bergi brotinn til að útskrifast með MA í ritlist við…
Fjöltyngd Maó Alheimsdóttir skrifaði Veðurfregnir og jarðarfarir á íslensku, þótt pólska sé móðurmál hennar.
Fjöltyngd Maó Alheimsdóttir skrifaði Veðurfregnir og jarðarfarir á íslensku, þótt pólska sé móðurmál hennar. — Morgunblaðið/Eggert

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

Maó Alheimsdóttir fæddist árið 1983 í Póllandi og ólst þar upp. Hún hefur búið á Íslandi í átján ár en áður en hún fluttist hingað bjó hún meðal annars í París. Hún er fyrsti nemandinn af erlendu bergi brotinn til að útskrifast með MA í ritlist við Háskóla Íslands en áður hafði hún lokið BA-prófi í íslensku sem öðru máli, með almenna bókmenntafræði sem aukagrein, við sama skóla. Maó gaf nýlega út sína fyrstu skáldsögu, Veðurfregnir og jarðarfarir, en handrit hennar að skáldsögunni hlaut nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2021 sem hún segir hafa verið mikla hvatningu.

„Nýræktarstyrkurinn opnaði mjög margar dyr því í framhaldinu var mér boðið á alls konar viðburði. Svo fyrir utan viðurkenningu fær maður fjárhagslegan styrk sem verður til þess að maður getur haldið áfram að skrifa, alla vega í einhvern tíma. Þannig að

...