Varnir Pasi Välimäki hershöfðingi (t.v.) og Antti Häkkänen ráðherra.
Varnir Pasi Välimäki hershöfðingi (t.v.) og Antti Häkkänen ráðherra. — AFP/Emmi Korhonen

Atlantshafsbandalagið (NATO) mun á næstunni opna nýja herstöð innan landamæra Finnlands og verður hún staðsett afar nálægt landamærum Rússlands, eða í um 140 kílómetra fjarlægð. Herstöðin nýja og staðsetning hennar eru skýr skilaboð til Moskvuvaldsins. Þetta sagði Antti Häkkänen varnarmálaráðherra Finnlands á sameiginlegum fundi hans og Pasi Välimäki, hershöfðingja og yfirmanns hersins.

Finnland fékk inngöngu í NATO á síðasta ári og vakti það mikla athygli, enda algjör viðsnúningur í öryggis- og varnarmálum landsins. Ástæðan er augljós, innrásarstríð Rússlands í Úkraínu sem hófst í febrúar 2022.

Samræmir innri og ytri varnir

Häkkänen ráðherra segir NATO ætla að opna herstöð við borgina Mikkeli í suðausturhluta Finnlands. Þaðan munu skipanir berast til norðurhersveita Evrópu. Skilaboðin til Rússlands eru skýr, segir hann.

„Finnland er með þessu að senda Rússlandi afar skýr skilaboð – við eigum fulla aðild að Atlantshafsbandalaginu og

...