Ísraelsher mun svara af fullri hörku fari svo að klerkastjórnin í Íran fyrirskipi árásir á landið. Hersveitir Ísraelsmanna búa yfir styrk og getu til að granda hvaða skotmarki sem er, hvar sem er í Íran
Staðráðinn Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hélt kraftmikla ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum. Vopnahlé er ekki á dagskrá á næstunni.
Staðráðinn Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hélt kraftmikla ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum. Vopnahlé er ekki á dagskrá á næstunni. — AFP/Stephanie Keith

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

Ísraelsher mun svara af fullri hörku fari svo að klerkastjórnin í Íran fyrirskipi árásir á landið. Hersveitir Ísraelsmanna búa yfir styrk og getu til að granda hvaða skotmarki sem er, hvar sem er í Íran. Þetta segir Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels en ummælin féllu í gær á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum.

„Ég hef skilaboð handa einræðisherrunum í Teheran – Ef þið gerið árásir á okkur, þá munum við kýla á móti. Það er ekki til það landsvæði í Íran sem hinn langi armur Ísraels nær ekki til. Og það á raunar við um Mið-Austurlönd eins og þau leggja sig,“ segir Netanjahú ráðherra og bætti við að hann hefði fengið sig fullsaddan af þeirri umræðu sem átt hefur sér stað hjá Sameinuðu þjóðunum og snýr að Ísrael og yfirstandandi átökum á Gasasvæðinu og Líbanon.

...