Edda Hrund Þráinsdóttir, ráðgjafi í samræmdri móttöku flóttafólks hjá Garðabæ.
Edda Hrund Þráinsdóttir, ráðgjafi í samræmdri móttöku flóttafólks hjá Garðabæ.

Ég datt frekar seint á hljóðbókavagninn en þessa dagana er sá kostur hagkvæmari fyrir mig. Yfirleitt er ég með tvær hljóðbækur í gangi sem ég hlusta á við mismunandi tækifæri. Svo er auðvitað ein bók á náttborðinu.

Við mamma deilum sama áhuga á bókum með sagnfræðilegu ívafi og mælum með titlum hvor við aðra. Margar fjalla þær um gamla Ísland og stríð Íslendinga við náttúruna, hungursneyð og fátækt en einnig um vonir, þrár og væntingar forfeðra okkar.

Fyrir stuttu kláraði ég Völskuna eftir Nönnu Rögnvaldardóttur (2023). Bókin fjallar um sjálfstæða prestsdóttur sem á sér ýmsa drauma. Ég hreifst af ungu konunni sem, þrátt fyrir erfiði og áföll, barðist á móti straumnum til að uppfylla drauma sína.

Önnur bók sem ég er hálfnuð með er Hamingja þessa heims eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur (2022). Ég hlusta á hana

...