Rithöfundurinn Sally Rooney var að senda frá sér sína fjórðu skáldsögu.
Rithöfundurinn Sally Rooney var að senda frá sér sína fjórðu skáldsögu. — AFP/Amy Sussman

Vinsæl Írski rithöfundurinn Sally Rooney hefur verið sögð rödd sinnar kynslóðar og líkt við poppstjörnu. Í vikunni kom út ný skáldsaga eftir Rooney og nefnist hún Intermezzo, sem þýða má sem millileik eða millispil.

Rooney sló í gegn með bókinni Venjulegt fólk, sem seldist í bílförmum og var gerð eftir henni sjónvarpsþáttaröð.

Nýja skáldsagan er 500 síður og fjallar um það hvernig tveir bræður, 22 og 32 ára, takast á við dauða föður síns. Fleiri persónur munu koma við sögu og gerist sagan að hluta í undir- og hálfmeðvitund sögupersónanna, en þar mun líka að finna kynlífslýsingar og existensíalísk samtöl um feðraveldið og kapítalisma.