Við lifum á undarlegum tímum þar sem við erum búin að hlaupa svo lengi eftir einhverju sem býr í framtíðinni að við þurfum að fara á námskeið til að læra að lifa í núinu.
Tilgangur sýningarinnar Óþekkt alúð er meðal annars að særa fram krafta myndlistarinnar.
Tilgangur sýningarinnar Óþekkt alúð er meðal annars að særa fram krafta myndlistarinnar.

Í Hafnarborg stendur yfir fjórtánda haustsýning safnsins. Árlega óskar safnið eftir innsendum tillögum frá sýningarstjórum og að þessu sinni er það sýningin Óþekkt alúð í sýningarstjórn Þórhildar Tinnu Sigurðardóttur.

Sýningarstjórinn fékk til liðs við sig fjórtán listakonur og -kvár sem, eins og segir í sýningartexta, leitast á einn eða annan hátt við að særa fram krafta myndlistarinnar til þess að veita fólki heilun og auka almenna samkennd.

Verk Tinnu Guðmundsdóttur á sýningunni nefnist Haltu því fyrir sjálfa þig – heilun að handan. Þar má heyra hljóðupptöku af fundi móður listakonunnar með spámiðli árið 2005. Verkið samanstendur einnig af handprjónuðum barnapeysum og karlmannsskyrtum sem hanga saman á áberandi hátt í sýningarsalnum.

Titill verksins eru

...