Án samráðs við Íslendinga hefur ríkisstjórnin skuldbundið okkur, vopnlaust, herlaust og friðsamt land, til að leggja 16 milljarða til hernaðarmála.
Hildur Þórðardóttir
Hildur Þórðardóttir

Hildur Þórðardóttir

Allt frá sjálfstæði landsins höfum við Íslendingar verið stolt af því að vera friðsöm, vopnlaus og herlaus þjóð, fyrir utan útlenskan her sem tók sér bólfestu hér í nokkra áratugi. Við tökum ekki þátt í stríðum annarra landa og sú aðstoð sem við veitum stríðshrjáðum löndum er að senda hjúkrunarfólk og flugvallarstarfsmenn á svæðið. Þetta hefur veitt okkur öryggi og góðvild annarra þjóða.

En ríkisstjórnin virðist vera komin á villigötur og hefur síðustu þrjú árin keypt vopn fyrir ekki milljónir, heldur milljarða af fjármunum íslenskra skattgreiðenda. Árið 2022 voru þetta 2,2 milljarðar, árið 2023 3,5 milljarðar og nú árið 2024 að minnsta kosti 4,2 milljarðar, allt til stuðnings Úkraínu. Ríkisstjórnin hefur hvorki spurt þjóðina hvort hún hafi skipt um skoðun né haft neina opinbera umræðu um

...