Lok lögreglurannsóknar á byrlunarmálinu, þar sem Ríkisútvarpið var miðverkið í myrkraverkum, verða Birni Bjarnasyni umræðuefni: „Væri byrlunar- og símastuldarmálið ekki eins dapurlegur vitnisburður um hve lágt er unnt að leggjast í íslenskri…
Björn Bjarnason
Björn Bjarnason

Lok lögreglurannsóknar á byrlunarmálinu, þar sem Ríkisútvarpið var miðverkið í myrkraverkum, verða Birni Bjarnasyni umræðuefni: „Væri byrlunar- og símastuldarmálið ekki eins dapurlegur vitnisburður um hve lágt er unnt að leggjast í íslenskri blaðamennsku mætti líta á það sem grínmál […]

Yfirlýsing embættis lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um málavexti, rannsókn þeirra og niðurfellingu rannsóknarinnar án sakfellingar er þungur áfellisdómur yfir vinnubrögðum sem flesta hefur líklega skort hugmyndaflug til að ímynda sér að væru stunduð á ritstjórn íslensks fjölmiðils – og það á fréttastofu sjálfs Ríkisútvarpsins.

Þegar þetta er skrifað hafa ekki neinar fréttir borist um að stjórnendur Ríkisútvarpsins hafi beðið þá sem standa að baki rekstri þess, íslenska skattgreiðendur, afsökunar á að fréttastofa þess hafi verið notuð

...